Jæja, hvað getur maður sagt um áframhald skrípaleiksins í Reykjavík? Ég er satt að segja nánast orðlaus yfir hvernig Sjálfstæðisflokkurinn og hækjur hans fara með borgina mína. Borgina mína segi ég þrátt fyrir að maður skammist sín hálfpartinn fyrir stjórn borgarinnar. Borgina mína segi ég sem stoltur Reykvíkingur og afneita fremur stjórn hennar en borginni minni því þessir aðilar fara ekki um með valdagræðgi og baktjaldamakki í mínu umboði! Alveg jafn mikill viðbjóður þykir mér þessi meirihlutastjórn sem og hin fyrri með atvinnufórnarlambinu og þrjóskupúkanum doktor Ólafi Eff, þeim særða hvolpi sem viðurkennir nú að doktor Dagur Bé hafði rétt fyrir sér um blekkingar Sjálfstæðismanna. Eini munurinn nú og þá er sá að nú hefur fatlaður flokkur með áhyggjur af vinsældum sínum aðeins þægilegri hækju. Þægilegri að því leytinu til að nú er hægt að vinna málin á bak við tjöldin eins og flokksins er siður og reyna að þegja hlutina í hel. Þannig skal treyst á að minni kjósenda bregðist þegar kemur að næstu kosningum að kjósandinn huxi sem svo að fyrst enginn læti hafi orðið upp á síðkastið þá séu menn að standa sig vel. Ég man og ég kýs.