Þátturinn býður ykkur velkomin að viðtækjunum í annan skammtinn af endurunnum poppkornum. Síðast tók ég fyrir eðalinn
"Word Up!" sælla minninga en nú er komið að sænska hittaranum "Voulez-Vous" sem Evróvísjón-poppararnir í ABBA gerðu fyrst vinsælt og kemst langleiðina að því að kallast klassísk popptónlist. Næstir voru hinir óforskömmuðu rokkarar í íslensku hljómsveitinni HAM sem létu svenska nýklassík ekkert hræða sig og rokkuðu rassgatið úr helvítinu áður en bresku elektró-poppararnir í Erasure hommuðu svo lagið upp aftur. Svo hefur lagið skotið upp kollinum með ófáum ábreiðuböndum og söngleikjum en það tekur vart að minnast á slíkan skít.
Erfiðara reynist fyrir mig að dæma lagið að þessu sinni þó ég hallist nú helst að útgáfu HAM. Þó er ABBA ávallt nett hallærisklassík auk þess sem tölvupoppsenan með Depeche Mode (en annar meðlimur Erasure er einmitt stofnmeðlimur í þeirri merku sveit) í fararbroddi átti nú alltaf greiða leið á grammófónnin i den! Minna mál reynist aftur á móti að gefa skít í sænska barnabandið ABBA Teens sem naut talsverðra gelgjuhylli fyrir nokkrum árum.
En hvað um það, læt dóminn í ykkar lúkur en auk þess væri nú gaman að fá uppástungur að fleiri endurunnum lögum frá ykkur:
1979:
ABBA1990:
HAM1992:
Erasure1999:
A*Teens